Kjörið að grobba sig eftir apríl­göbb

Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur.
Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Í dag er fyrsti apríl og eins og gefur að skilja eru aprílgöbb víða að finna. Hrekkir ársins eru fjölbreyttir en bera sumir þess merki að verið sé að misskilja hvernig eigi í raun að framkvæma aprílgabb á hefðbundna mátann.

„Hugmyndir fólks um hvernig eigi að framkvæma aprílgabb virðast aðeins hafa breyst en hefðin var náttúruleg sú að fólk þyrfti að hlaupa yfir þröskuld til þess að það teldist hafa hlaupið apríl. Af því að maður hleypur fyrsta apríl ef maður lætur gabbast. Þá þýddi það að maður hefði hlaupið yfir þröskuld, alla veganna einn en sundum er talað um að maður verði að fara yfir þrjá þröskulda til þess að gabbið hafi verið sérstaklega vel heppnað,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Valdaviðsnúningur fyrri ára

Spurð hvert megi rekja hrekkjahefðina segir hún hana hafa verið rakna til stærri hátíðarhalda sem hafi verið á þessum árstíma áður fyrr.

„Oft fylgir hátíðarhöldum eitthvað glens og grín og jafnvel einhver valdaviðsnúningur sem á sér stað oft í aprílgabbi, þegar krakkar gabba foreldra sína til dæmis. Þannig þetta er eitthvað sem hefur fylgt okkur mjög lengi. Síðan lognast þessi hátíðarhöld út af eða flytja á annan tíma en þessi tenging verður samt eftir, þetta gabb sem fylgir þessum degi,“ segir Dagrún.

Krónan auglýsti grænmetispáskaegg.
Krónan auglýsti grænmetispáskaegg. Ljósmynd/Krónan

Þegar því er velt upp hvort að eðli aprílgabbs hafi breyst með tilkomu samfélagsmiðla segist Dagrún sammála því að einhver breyting hafi átt sér stað. Veltir hún því fyrir sér hvort það sé orðið nóg að fólk falli fyrir gríninu á sófanum heima hjá sér.

„Ég veit ekki alveg hver ástæðan er fyrir þessu. Það eru til allskonar góðar sögur um aprílgöbb þar sem fólk hefur hlaupið fyrsta apríl en svo verður þetta náttúrulega miklu auðveldara, þú nærð til miklu fleiri með samfélagsmiðlunum. Þá geturðu allt í einu reynt að blekkja einhvern út í bæ en ekki bara nánustu fjölskyldu sem vill svo til að þú sért með þessa stundina,“ segir Dagrún.

En þú hleypur ekki apríl út af grænmetispáskaeggi væntanlega?

„Nei það kæmi mér mjög á óvart ef fólk hefur hlaupið í hópum út í Krónu til þess að tryggja sér grænmetispáskaegg þá væri ég mjög hissa ef ég á að segja eins og er. En maður veit aldrei. Kannski er einhver sem hefur beðið eftir þessu, en þetta er samt ákveðinn áfangastaður sem þau tengja þetta við, þessa verslun.“

Verðum ekki endilega vör við göbb heimilisins 

Hún segir fjölmiðla mjög duglega að halda uppi hefðinni. Fólk sé vart um sig, fatti það yfirhöfuð hvaða dagur er.

„Það er svona misjafnt hvort verið er að láta fólk hlaupa eða gabba. Svo man ég, fyrir nokkrum árum þá var svolítið verið að láta fólk skrá sig í eitthvað, hvort að það teldist þá með, þú værir búinn að framkvæma eitthvað. [...] Þá varstu að hlaupa yfir þröskulda Internetsins einhvern veginn, það myndi ég segja að væri aðeins meira heldur en að bara láta mann lesa,“ segir Dagrún.

Kringlan auglýsti áhreyrnarprufur fyrir íslenska útgáfu raunveruleikaþáttana Love Island.
Kringlan auglýsti áhreyrnarprufur fyrir íslenska útgáfu raunveruleikaþáttana Love Island. Ljósmynd/Kringlan

Þá segist hún ekki vera tilbúin til þess að segja að hefðin sé að lognast út af, við sjáum bara ekki endilega neitt um hrekkina sem að eru framkvæmdir inni á heimilum landsmanna. Þó séu aprílgöbb kjörið tilefni til þess að grobba sig á samfélagsmiðlum.

„Já, það er mikið afrek að takast að gabba einhvern þannig að ef það er einhvern tímann tilefni til þess a grobba sig á samfélagsmiðlum þá er það þegar manni tekst að leika á fjölskyldumeðlimi og vini með góðu aprílgabbi,“ segir Dagrún að lokum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir