Eiginkona Chris Pratt ekki mikill Marvel-aðdáandi

Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt á frumsýningu The Guardians of …
Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt á frumsýningu The Guardians of the Galaxy Vol. 3. Skjáskot/Instagram

Katherine Schwarzenegger, eiginkona stórleikarans Chris Pratt, heldur mikið upp á eina af eldri myndum eiginmanns síns og ef til vill ekki eitt af hans þekktari hlutverkum. 

Á frumsýningu kvikmyndarinnar The Guardians of the Galaxy Vol. 3 upplýsti Pratt að kvikmyndaáhugi eiginkonu sinnar næði ekki yfir í Marvel- né Jurassic Park-heiminn. 

„Bride Wars, er alvöru kvikmyndagerð“

„Uppáhaldsmyndin hennar er Bride Wars,“ sagði Pratt við blaðamann frá tímaritinu People þegar hann gekk rauða dregilinn ásamt eiginkonu sinni, meðleikurum og teymi nýjustu Marvel-myndarinnar. 

„Katherine er mikill aðdáandi Bride Wars og er það mynd sem hún kýs að kalla „alvöru kvikmyndagerð“.“

Eina mynd Pratt sem eiginkonan hefur séð

Rómantíska gamanmyndin kom út árið 2009 og skartaði Kate Hudson og Anne Hathaway í aðalhlutverkum. Í myndinni leika þær tvær brúðir og bestu vinkonur sem lenda í ósætti þegar brúðkaup þeirra beggja eru óvart bókuð á sama degi og á sama stað.

Pratt lék unnusta persónu Hathaway í myndinni. „Ég held að þetta gæti verið eina myndin sem ég hef leikið í sem hún hefur séð,“ gantaðist leikarinn. 

Pratt og Schwarzengger byrjuðu saman árið 2018 og giftu sig ári síðar. Þau eiga saman tvær dætur, Lylu, tveggja ára og Eloise, 11 mánaða. Leikarinn deilir einnig forræði yfir Jack, tíu ára, sem hann eignaðist með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Önnu Faris. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson