Neitaði að svelta sig og missti 45 kíló

Ása Ástardóttir var 117,8 kg í lok ágúst þegar tökur …
Ása Ástardóttir var 117,8 kg í lok ágúst þegar tökur hófust á þýska Biggest Loser. Ljósmynd/Sat.1

Margir höfðu ekki trú á Ásu Ástardóttur í Le­ben leicht Gem­acht, þýsku Biggest Loser-þáttunum, en hún endaði í þriðja sæti í keppninni. Hún missti rúm 38% af lík­amsþyngd sinni eða rétt tæp 45 kílógrömm.

Úrslitaþátturinn var sýndur í dag á þýsku sjónvarpsstöðinni Sat 1. en byrjað var að sýna þættina í febrúar.

Stranglega bannað að segja frá

„Upptökur byrjuðu í ágúst í fyrra og svo var lokaþátturinn tekinn upp 28. janúar. Það var alveg stranglega bannað að segja frá,“ segir Ása í samtali við mbl.is eftir að úrslitin voru tilkynnt. Þættirnir voru teknir upp á Grikklandi.

Ása hefur því þurft að halda úrslitunum leyndum síðan í janúar en hún segir það hafa gengið ágætlega.

„Ég hafði lúmskt gaman að því að fá alvöru viðbrögð. Þegar þátturinn byrjaði þá höfðu margir ekki mikla trú á mér. Ég fékk oft að heyra: „Þú ert ekki að taka þessu nógu alvarlega“, og „Hvað, af hverju ert þú að taka þátt í þessu? Ert þú bara að troða þér aftur í sjónvarpið?“, svona hluti,“ segir Ása og hlær.

Hún hafi þá hugsað með sér: „Bíðið þið bara“. Ása missti 38,12% af lík­amsþyngd sinni sem var 117,8 kíló­grömm í upp­hafi þátt­anna.

„Ég er mjög stolt af því.“

Ása er stolt af árangri sínum.
Ása er stolt af árangri sínum. Ljósmynd/Sat.1

Var ekki nógu sátt með lífið

Hvernig líður þér líkamlega eftir þetta allt saman?

„Mér líður mjög vel en ég fór aðallega í þetta til að léttast andlega. Ég var ekki nógu sátt með lífið, það tengist örugglega heimsfaraldrinum.

Ég var greinilega búin að vinna yfir mig og gleyma sjálfri mér. Ég sem uppistandari og listakona þarf að koma fram til þess að geta lifað og það var ekki hægt á þessu tímabili. Þá byrjaði ég að borða og borðaði allt of mikið. Ég fann fyrir vissum einmanaleika og vildi greinilega ekki viðurkenna það.

Ég er mjög fegin því að hafa sagt stopp og hingað og ekki lengra,“ segir Ása og bætir við að hún hafi þurft róttæk ráð.

„Best að fá einhvern flippaðan þjálfara til þess að sparka í rassinn á mér,“ segir Ása kímin.

Neitaði að svelta sig

Í fyrsta þætti voru keppendur 30 manns en bara 20 komust áfram. Ása segir að þá hafi pressan strax byrjað því hún vildi alls ekki vera fyrst til að detta úr þáttunum.

„Ég sem var elst vissi svona sæmilega hvernig líkami minn virkar og hvað væri hollt að gera. Ég neitaði að svelta mig. Ég vildi alltaf borða alla vega tvisvar á dag og þá hollan mat. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að borða skyr eða grískt jógúrt á morgnana. Svo voru mjög hollar yndislegar grænmetissúpur í boði í hádeginu. Það var svakalega góður matur þannig mér leið vel þannig,“ segir Ása.

Þetta hafi farið öfugt ofan í liðsfélaga Ásu sem töldu hana borða of mikið, vera of lata og að hún væri að eyðileggja fyrir hinum í liðinu sínu. 

Þannig það var svolítið mikið drama í gangi fyrstu vikunnar, þá var ég svolítið misskilin,“ segir Ása.

Eftir rifrildi sem kom upp áttaði Ása sig á að hún þurfti að vera í betri samskiptum við liðsfélaga sína.

„Eftir það urðum við mjög góðir vinir. Þá voru bara tíu eftir og þá var þetta bara orðið svo svakalega skemmtilegt,“ segir Ása. 

Þjálfari Ásu, Ramin Abtin, og Ása Ástardóttir.
Þjálfari Ásu, Ramin Abtin, og Ása Ástardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þetta var ævintýrið mitt

„Þjálfarinn var líka sérstakur. Alveg svoleiðis yndislegur maður. Hvernig hann þjálfar og stjórnar hópnum. Hann er snillingur og ég er svo þakklát að hafa fengið hann,“ segir Ása um þjálfara sinn, Ramin Abtin.

„Svo er ég svakalega þakklát fyrir Robert sem ég var alltaf með i herbergi, allan tímann í rauninni. Ég er ofsalega þakklát fyrir þessa reynslu,“ segir Ása.

Hvernig er tilfinningin, að vera svona berskjaldaður í þýsku sjónvarpi?

„Ég hef bara svo gaman að þessu. Þetta var ævintýrið mitt. Mig langaði að upplifa þetta. Ég vissi að þetta væri rétta leiðin fyrir mig. Ég vissi að þetta myndi brjóta mig niður og byggja mig upp aftur og ég yrði að betri manneskju eftir á, og það er það sem gerðist.

Ég er léttari en ég er líka svo til í allt. Ég finn fyrir kraftinum mínum aftur og ég er „all in“ í lífinu og það er það sem er skemmtilegasta við þetta,“ segir Ása að lokum.

Ása segir einnig frá vegferð sinni á Instagram.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða fyrir þig til að láta deigan síga. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel um þessar mundir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða fyrir þig til að láta deigan síga. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel um þessar mundir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel