Á stefnumóti með ruðningskappa

Alix Earle og Braxton Berrios sáust á stefnumóti í Miami, …
Alix Earle og Braxton Berrios sáust á stefnumóti í Miami, Flórída á dögunum. Samsett mynd

TikTok-stjarnan Alix Earle sást á stefnumóti með NFL-stjörnunni Braxton Berrios á dögunum. Þau voru stödd á veitingastaðnum Sadelle's í Miami í Flórída, en staðurinn er í miklu uppáhaldi hjá fræga fólkinu.

Ekki er vitað hvort samband þeirra sé rómantískt eða einungis á vinalegum nótum, en engu að síður hefur orðrómur um að þau séu að hittast verið á sveimi undanfarnar vikur. 

Annað hvort ósáttir eða himinlifandi

Aðdáandi Earle og Berrios náði myndskeiði af þeim á stefnumótinu sem hefur farið á flug á TikTok. Notendur virtust skiptast í tvær fylkingar og voru annaðhvort verulega ósáttir við stefnumótið eða himinlifandi. 

Nokkrir sökuðu Earle um að stela Berrios af fyrrverandi kærustu hans. Í mars síðastliðnum staðfesti Berrios að hafa slitið sambandi sínu við raunveruleikastjörnuna Sophiu Culpo, en hún er yngri systir Oliviu Culpi sem var krýnd ungfrú alheimur árið 2012. Þau höfðu verið saman frá því árið 2021. 

Öðrum þótti fáránlegt að þau gætu ekki farið á stefnumót í friði og gagnrýndu notandann sem deildi myndskeiðinu á TikTok.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason