Sendi hressum konum á Héraði skeyti

Halldór Hilmir segir að hann vantaði bara að „vera í …
Halldór Hilmir segir að hann vantaði bara að „vera í rétta gírnum“. Samsett mynd

Rómantískur skógarhöggsmaður í Fljótsdal hafði lengi hugsað um að auglýsa opinberlega eftir hressri konu á svæðinu.

Halldór Hilmir Helgason er á 64. aldursári, hefur lifað tímana tvenna, átt fjórar barnsmæður og eignast sex börn.

Í dag er hann einhleypur, búsettur tæpum 50 kílómetrum frá þéttbýlinu á Egilsstöðum, þar sem hann starfar sem einn fárra skógarhöggsmanna á Íslandi með fullgild réttindi.

Hann hafði bæði notað stefnumótaforritin Tinder og Smitten en með afskaplega fábrotnum árangri.

Lengi haft í huga að auglýsa

Halldór hafði lengi haft í huga að auglýsa eftir konu. Konu sem hefði áhuga á vinskap og deila með honum gleðinni í lífinu. Hann vantaði bara að „vera í rétta gírnum“, eins og hann orðar það í samtali við mbl.is.

Og í kvöld setti hann inn auglýsingu á facebookhópinn Íbúar Fljótsdalshéraðs, sem telur um þrjú þúsund manns, eins og sjá má hér að neðan.

„Ég er ekki að leita að sambandi. Ég er bara að leita að áhugaverðum einstaklingi sem hefur áhuga á að gera eitthvað skemmtilegt. Ég er ekki með neinar ákveðnar kröfur um aldur eða annað enda aðhyllist ég ekki aldursrasisma,“ segir hann.

Halldór Hilmir birti skeytið á facebooksíðu íbúa Fljótsdalshéraðs í dag …
Halldór Hilmir birti skeytið á facebooksíðu íbúa Fljótsdalshéraðs í dag og í kjölfarið fékk hann útvarpskonuna Valdísi Eiríksdóttur til að lesa það upp í þætti sínum á Bylgjunni. Skjáskot/Facebook

Í rétta gírnum

„Í dag var ég í rétta gírnum, búinn að vera að vinna alla helgina og langaði að bjóða sjálfum mér út að borða, svo ég fékk vinkonu mína Valdísi Eiríksdóttur á Bylgjunni í lið með mér og hún las kveðjuna mína upp svo ofboðslega fallega. Ég var keyrandi þegar ég heyrði kveðjuna og ég varð að stöðva bílinn því ég brast í grát,“ segir hinn rómantíski skógarhöggsmaður.

Hann segir að það hafi því miður ekkert komið út úr kveðjunni í útvarpinu og að hann hafi farið einn á veitingastaðinn.

Halldór fór á veitingastaðinn Salt á Egilsstöðum hvar hann snæddi nautarif, sem hann kveður vera geggjað fóður.

Geymið auglýsinguna

„Þetta var síðasta lag fyrir fréttir en eftir matinn setti kona sig í samband við mig. Sú er í sumarbústað hérna á svæðinu en hún er að tala vinkonu sína til friðs um að hún megi hitta mig.“

„Ég á eftir að bæta við á Facebook orðunum: „geymið auglýsinguna“,“ bætir Halldór við og hlær dátt.

Hér er á ferðinni maður sem tekur sig ekki of alvarlega en hann tekur það skýrt fram að honum sé fúlasta alvara með framtakið og þá nálgun sem hann kaus við það.

„Mér fannst þessi leið bara svo ofboðslega opin að ef einhver hefur þor þá svarar hún, en það er náttúrulega þannig með þessa blessuðu þjóð að þetta eru bölvaðir hugleysingjar.“

Berskjaldaða kveðju Halldórs til kvenna á Austurlandi má heyra á sekúndumarkinu 2:24:05.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant