Stórstjarna á óskalista fyrir næstu keppni

Sophie Ellis-Bextor er sögð vera á óskalista BBC fyrir næstu …
Sophie Ellis-Bextor er sögð vera á óskalista BBC fyrir næstu Eurovision-keppni. Ljósmynd/Samsett mynd

Stjórnendur hjá BBC eru sagðir vilja fá söngkonuna Sophie Ellis-Bextor sem fulltrúa Bretlands í næstu Eurovision-keppni, sem haldin verður í Svíþjóð á næsta ári. Eru þetta viðbrögð við slæmu gengi Breta í nýliðinni keppni, en BBC hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir val sitt á söngkonunni Mae Muller sem endaði í næstsíðasta sæti nýliðinnar keppni, þrátt fyrir að hafa verið á heimavelli.

Samkvæmt heimildamanni The Sun er Ellis-Bextor sú eina á óskalista BBC fyrir næstu keppni og að ekki sé ætlunin að bæta á þann lista. Ellis-Bextor er sögð passa fullkomlega fyrir hlutverkið, þar sem hún sé bæði frábær söngkona og flytjandi og sé auk þess vel þekkt á meðal áhorfenda. Hennar þekktasta lag er eflaust Murder on the Dancefloor sem kom út árið 2001 en hún er margverðlaunuð í heimalandi sínu. 

Ellis-Bextor kom fram á Eurovision-þorpinu sem sett var upp í Liverpool í tilefni nýliðinnar Eurovision-keppni, svo hún hefur nú þegar fengið smjörþefinn af því að koma fram fyrir framan aðdáendur keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson