Kristján Jóhannsson fékk krabbamein og þakkar Sigurjónu fyrir stuðninginn

Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson.
Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni sagði hann frá því að hann hefði gengist undir hormóna- og lyfjameðferð og væri nú læknaður. Á meðan á meðferðinni stóð gat hann ekki sungið.

„Við erum búin að gera þetta, þökk sé konunni minni elskulegu, nánast upp úr fimmtugu að fara í allar þessar rannsóknir,“ sagði Kristján í útvarpsviðtalinu.

Þar kemur fram að hann hafi farið reglulega í ristilspeglun og blóðprufu og það hafi allt reynst eðlilegt en í haust kom svo í ljós að gildin í blóðinu höfðu hækkað. Kristján segir að það sé áfall að greinast með krabbamein og að lyfjameðferð sé hræðileg.

„Þetta er mikið eitur og það þarf mikið eitur til að drepa þetta niður. Nú, þetta var gert mjög skilmerkilega allt saman og ég er á alls kyns hliðarmeðölum líka, þannig að maður leggist ekki bara í rúmið,“ sagði hann.

„En maður er ekkert að væla; þetta heldur manni hugsanlega á lífi og mjög líklega. Og mig langar að lifa og þá bara hlýðir þú og ert stilltur.“

Visir

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson