Jóhanna Guðrún gefur út nýtt lag með dóttur sinni

Jóhanna Guðrún hefur gefið út nýtt lag.
Jóhanna Guðrún hefur gefið út nýtt lag. Aðsend mynd/Kaja Sigvalda

Söngkonan Jóhanna Guðrún hefur gefið út nýtt lagið Best í heimi og syngur dóttir hennar, Margrét Lilja, með henni í laginu. Jóhanna segir að Margrét sé búin að standa sig eins og fagmaður frá fyrstu sekúndu og er þakklát fyrir þessa minningu sem þær mæðgur geta báðar verið stoltar af.

Það sem að mér þykir svo fallegt við hennar aðkomu er að það kemur allt svo innilega frá hjartanu sem hún gerir.“

Jóhanna Guðrún syngur lagið ásamt dóttur sinni, Margréti Lilju.
Jóhanna Guðrún syngur lagið ásamt dóttur sinni, Margréti Lilju. Aðsend mynd/ Kaja Sigvalda

Lagið er samið af Söru Siskind og Ashley Monroe og texti lagsins er eftir Braga Valdimar Skúlason. „Þegar Bragi Valdimar sendi okkur textann þá vissi ég að þetta yrði eitthvað alveg sérstakt fyrir okkur mæðgurnar. Ég held að allir foreldrar geti tengt við þennan texta; „þessi tími með þér, bestur í heimi er.“

Myndband við lagið kom út í dag og var því leikstýrt af Vikram Pradhan.

„Ég vildi taka myndbandið upp í Borgarfirðinum þaðan sem ég á svo margar fallegar minningar úr æsku. Vinur pabba míns og fjölskylda hans eiga og reka fallegan sveitabæ sem að við fengum að láni fyrir upptökurnar. Okkur þótti sú hugmynd fanga vel tilfinninguna í laginu,“ lýsir Jóhanna Guðrún.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það er sjálfsagt að njóta góðra stunda þegar þær gefast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Lilja Sigurðardóttir
3
Lucinda Riley
5
Ragnheiður Gestsdóttir