Mynd Gunnar fékk sérstaka viðurkenningu

Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Flora Anna Buda í Cannes í …
Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Flora Anna Buda í Cannes í kvöld. AFP/Loic Venance

Stuttmyndin Fár, eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter, hlýtur sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Myndin var á meðal 11 verka sem sýnd voru í keppnisflokki stuttmynda á hátíðinni í ár. Gullpálmann hlaut Flóra Anna Buda, frá Ungverjalandi, fyrir stuttmyndina 27.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á lokadegi kvikmyndahátíðarinnar.

Í Fár tekst einstaklingur á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Gunnur leikstýrir myndinni, skrifar handrit hennar og fer að auki með aðalhlutverkið. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson hjá framleiðslufyrirtækinu Norður.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler