Trúlofaðir í annað sinn

Leikaraparið Ben Platt og Noah Egidi Galvin trúlofuðu sig í …
Leikaraparið Ben Platt og Noah Egidi Galvin trúlofuðu sig í annað sinn um helgina. Samsett mynd

Broadway-leikarinn Ben Platt er trúlofaður Noah Egidi Galvin sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum The Good Doctor.

Platt skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hann lék titilhlutverkið í söngleiknum Dear Evan Hansen og kynntist parið þegar Galvin var fenginn til þess að taka við hlutverkinu af Platt. 

Þetta er önnur trúlofun parsins en Platt bað Galvin í nóvember á síðasta ári og birti í kjölfarið fallega færslu á Instagram og skrifaði: „Hann hefur samþykkt að hanga saman að eilífu.“

Í þetta sinn var komið að Galvin að biðja Platt og hafa þeir nú báðir sett upp hringa og deildi Platt gleðifréttunum enn á ný á Instagram og sagði "Hann bað mín til baka, ég sagði, já.“

View this post on Instagram

A post shared by Ben Platt (@bensplatt)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugmyndir þínar njóta meiri stuðnings en þú áleist í upphafi. Með tímanum lærir þú að það á ekki að gera kröfur til fólks um efndir innantómra loforða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugmyndir þínar njóta meiri stuðnings en þú áleist í upphafi. Með tímanum lærir þú að það á ekki að gera kröfur til fólks um efndir innantómra loforða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason