Með snöru um hálsinn á Cannes

Íranska-Ameríska módelið, Mahlagha Jaberi,mætti í ögrandi kjól á Cannes-kvikmyndahátíðina.
Íranska-Ameríska módelið, Mahlagha Jaberi,mætti í ögrandi kjól á Cannes-kvikmyndahátíðina. AFP

Íranska-Ameríska fyrirsætan, Mahlagha Jaberi, vakti talsverða athygli með klæðnaði sínum á Cannes-kvikmyndahátíðinni á föstudaginn.

Jaberi mætti í sínu fínasta pússi líkt og er venjan á rauða dreglinum, en vakti það athygli viðstaddra að hálsmál kjólsins líktist snöru. Jaberi útskýrði í færslu á Instagram-reikningi sínum ætlun hennar með kjólnum væri að vekja athygli á mannréttindabrotum í Íran og fordæma ólögmætar aftökur sem þar eigi sér stað. 

Ekki er heimilt að gera pólitískar yfirlýsingar á Cannes-hátíðinni, en að sögn Jaberi óheimiluðu öryggisverðir henni að sýna skilaboð aftan á kjólnum en á bakhlið kjólsins stóð: „Stöðvið aftökur“. 

Aftökum hefur fjölgað verulega í Íran á síðustu árum eða um 83 prósent frá árinu 2021. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu í kjölfar dauða Mahsa Amini, sem lét lífið í haldi siðgæðislögreglunar þar í landi. Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum í landinu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður beðinn um að taka að þér vandasamt verk og þarft að gera þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Frestaðu því ekki að ræða erfið mál við þína nánustu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður beðinn um að taka að þér vandasamt verk og þarft að gera þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Frestaðu því ekki að ræða erfið mál við þína nánustu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler