Flaug á hausinn á miðjum tónleikum

Bruce Springsteen lét smá fall ekki á sig fá á …
Bruce Springsteen lét smá fall ekki á sig fá á tónleikum sínum í Amsterdam. AFP/Mike Coppola

Rokkgoðsögnin Bruce Springsteen hrasaði beint á andlitið á tónleikum sínum sem haldnir voru í Amsterdam síðastliðna helgi. Betur fór en á horfðist og varð honum ekki meint af fallinu.

Hljómsveitarmeðlimir og sviðsmenn stukku til um leið og hann féll og voru snöggir að aðstoða hinn 73 ára gamla Springsteen aftur á lappir. Klöppuðu áhorfendur fyrir rokkaranum, sem gerði góðlátlegt grín að fallinu og bauð þeim góða nótt þegar hann fékk hljóðnemann sinn aftur í hendurnar. Hann var þó langt því frá búinn að ljúka sér af og hélt tónleikunum ótrauður áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant