Hefur ekki fengið vinnu í 22 ár

Leikkonan Sharon Stone segist ekki hafa fengið vinnu í Hollywood …
Leikkonan Sharon Stone segist ekki hafa fengið vinnu í Hollywood eftir að hún fékk heilablóðfall fyrir 22 árum síðan. AFP/Michael Tran

Bandaríska leikkonan Sharon Stone segist hafa átt í miklum erfiðleikum með að fá vinnu í Hollywood eftir að hún fékk heilablóðfall og alvarlega heilablæðingu árið 2001.

Stone var með alvarlega heilablæðingu í níu daga. Það þykir kraftaverk að hún hafi lifað af, en læknar töldu lífslíkur hennar ekki vera nema 1% að því er fram kemur á vef Daily Mail

Síðastliðin 22 ár hefur leikkonan átt í erfiðleikum með að finna vinnu. „Ég var í sjö ár að jafna mig og hef ekki fengið vinnu síðan,“ sagði Stone síðastliðinn fimmtudag í Raising Our Voices. Hún bætti við að á einum tímapunkti hafi hún verið mjög stór kvikmyndastjarna.

Í fyrstu vildi Stone ekki segja frá veikindunum þar sem hún sagðist vita að ef eitthvað færi úrskeiðis gæti reynst erfitt að snúa aftur til Hollywood. „Eitthvað fór úrskeiðis hjá mér – ég hef verið í burtu í 20 ár. Ég hef ekki fengið vinnu,“ bætti hún við. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler