Kveður eftir 17 ár á skjánum

Padma Lakshimi hefur sagt skilið við Top Chef eftir 19 …
Padma Lakshimi hefur sagt skilið við Top Chef eftir 19 þáttaraðir og 17 ár á skjánum. Samsett mynd

Rithöfundurinn og þáttastjórnandinn, Padma Lakshmi, hefur ákveðið að yfirgefa matreiðsluþættina Top Chef eftir 19 þáttaraðir og 17 ár á skjánum. 

„Eftir mikla sálarleit hef ég tekið þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Top Chef. Eftir að hafa lokið glæsilegri 20. þáttaröð sem þáttastjórnandi og meðframleiðandi er ég afar stolt af því að hafa verið hluti af því að byggja upp svona farsælan þátt og áhrifin sem það hefur haft á sjónvarps- og matarheiminn,“ skrifaði hún í yfirlýsingu á Instagram. 

Hún segir að eftir öll þessi ár horfi hún á samstarfsfólk sitt eins og fjölskyldu sína og viðurkennir að hún muni sakna þess sárt að vinna við hlið þeirra. „Mér finnst kominn tími til að ég haldi áfram og ég þarf að búa til pláss fyrir Taste the Nation, bækurnar mínar og aðra skapandi iðju.“

Lakshmi hefur komið fram í þáttunum frá því önnur þáttaröð fór í loftið í október 2006. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler