Sagður halda framhjá með 25 ára

Natalie Portman ásamt eiginmanni sínum, Benjamin Millepied.
Natalie Portman ásamt eiginmanni sínum, Benjamin Millepied. AFP

Hneyksli skekur nú Hollywood eftir að upp komst um meint framhjáhald Benjamin Millepied, eiginmanns óskarsverðlaunaleikkonunnar Natalie Portman. Millepied er sagður eiga í sambandi við umhverfissinnann Camille Étinne, en hún er 20 árum yngri en Millepied.

Hinn 24. maí síðastliðin náðust myndir af Millepied í heimalandi sínu, Frakklandi, ásamt Étinne sem er 25 ára. Þar sjást þau fara inn í húsnæði í eigu Millepied.

Erfiðleikar í hjónabandinu

Sagt er að Portman og Millepied eigi í miklum hjónabandserfiðleikum en samkvæmt Page Six hefur Millepied, sem er danshöfundur og fyrrverandi ballettdansari, átt í ástarsambandi við umhverfissinnann í einhvern tíma þar sem talið er að Portman hafi komast að framhjáhaldi eiginmannsins í mars.

Hjónin skildu um stund á síðasta ári en tóku þó fljótt saman á ný, bæði klár í að vinna í hjónabandinu en nýlegar fregnir af meintu framhjáhaldi Millepied eru nú sagðar hafa sett strik í reikninginn.

Samkvæmt heimildarmanni Page Six eru hjónin ekki skilin: „Þau hafa ekki skilið og eru að reyna að vinna úr hlutunum. Millepied ætlar að gera allt sem hann getur til þess að fá Portman til að fyrirgefa sér. Hann elskar hana og fjölskyldu þeirra.“

Kynntust við gerð Black Swan

Portman og Millepied kynntust árið 2009 við tökur á kvikmyndinni Black Swan og trúlofuðu sig tæpu ári seinna. Þau giftu sig í Big Sur í Kaliforníu árið 2012. Hjónin eiga saman tvö börn, soninn Aleph, 12 ára og dótturina Amaliu, sex ára.

Leikkonan gekk með Aleph þegar hún hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Black Swan og þakkaði Millepied í ræðu sinnu: „Til elskunnar minnar, Benjamin Millepied, sem samdi sporin og hefur nú gefið mér mikilvægasta hlutverk lífs míns,“ og benti á kúluna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður beðinn um að taka að þér vandasamt verk og þarft að gera þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Frestaðu því ekki að ræða erfið mál við þína nánustu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður beðinn um að taka að þér vandasamt verk og þarft að gera þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Frestaðu því ekki að ræða erfið mál við þína nánustu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler