Barbie þurrkaði upp birgðirnar af bleikri málningu

Margot Robbie og Ryan Gosling fara með hlutverk Barbie og …
Margot Robbie og Ryan Gosling fara með hlutverk Barbie og Ken í kvikmyndinni Barbie. Samsett mynd

Framleiðslan á kvikmyndinni um Barbie krafðist þess að allar birgðir fyrirtækisins Rosco af bleikri málningu voru þurrausnar. 

Leikstjóri myndarinnar, Greta Gerwig, segir að bleiki liturinn hafi skipt miklu máli við gerð myndarinnar og hafi hún viljað að liturinn minnti á það sem fékk hana til að hrífast af Barbie þegar hún sjálf var barn. Í kjölfarið hafi leikmyndahönnuður myndarinnar, Sarah Greenwood, klárað allar birgðirnar sem til voru í heiminum.

Kemur þetta fram í viðtali Architectural Digest við Gerwig um leikmyndahönnun myndarinnar. Forstjóri Rosco, Lauren Proud, segir þó í viðtali við Los Angeles Times hafi ekki verið svo einfalt. Vegna kórónuveirufaraldursins hafi birgðir af þessum tiltekna bleika lit verið frekar litlar. Hún tók þó undir það að Barbie hafi svo sannarlega fengið til sín alla þá bleiku málningu sem til var.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern sem þarf á hjálp þinni að halda. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú skalt fara þér að engu óðslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern sem þarf á hjálp þinni að halda. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú skalt fara þér að engu óðslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel