Harry prins er mættur fyrir dóm

Harry prins mætti í hæstarétt Lundúna í morgun.
Harry prins mætti í hæstarétt Lundúna í morgun. AFP

Harry prins er mættur í hæstarétt Lundúna þar sem hann mun bera vitni vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur blaðaútgefandanum Mirror Group Newspaper sem hann ásakar um ólöglega upplýsingaöflun á árunum 1995 til 2011.

Í dag mun Harry skrá sig á spjöld sögunnar með vitnisburði sínum, en hann mun vera fyrsti meðlimur konungsfjölskyldunnar til að bera vitni í meira en heila öld.

Í gær fóru lögfræðingar beggja aðila með opnunarræður og var Harry beðinn að vera viðstaddur í réttarsalnum og tilbúinn að bera vitni ef opnunarræðum lyki fyrr en búist var við. Það vakti því athygli að hann skyldi vera fjarverandi í gær, en fram kemur á vef BBC að hann hafi verið að fagna tveggja ára afmæli dóttur sinnar í Los Angeles. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler