Shakira og Hamilton stinga saman nefjum

Shakira og Lewis Hamilton eru sögð vera að stinga saman …
Shakira og Lewis Hamilton eru sögð vera að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Tónlistarkonan Shakira og formúlukappinn Lewis Hamilton eru sögð vera að stinga saman nefjum. Þau eru stödd á Spáni um þessar mundir þar sem þau hafa meðal annars sést eyða kvöldstund saman á veitingastað í Barcelona.

Shakira mætti á Formúlu 1-kappaksturinn í Miami í Flórída í síðasta mánuði, en þar náðust myndir af henni og Tom Cruise sem sagðist vera heitur fyrir poppdívunni. Shakira virðist þó hafa haft augastað á öðrum manni á brautinni.

Saman á báti eftir mótið

Orðrómur um rómantík milli Shakiru og Hamiltons fór svo á flug eftir að þau sáust saman á báti eftir mótið í Miami. Talið er að parið hafi upphaflega hisst á Cipriani í Miami, sem er vinsæll staður meðal fræga fólksins, og ákveðið að hittast aftur nokkrum dögum síðar að því er fram kemur á vef Page Six.

Á síðasta ári fór Shakira í gegnum erfið sambandsslit við knattspyrnumanninn Gerard Piqué sem voru áberandi í fjölmiðlum, en þau höfðu verið saman í 11 ár og eiga saman tvo syni. Ástæðan er talin meint framhjáhald Piqués með hinni 23 ára gömlu Clöru Chiu Marti.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. Einbeittu þér að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. Einbeittu þér að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel