Taylor Swift orðin einhleyp á ný

Taylor Swift og Matt Healy.
Taylor Swift og Matt Healy. Samsett mynd

Tónlistarkonan Taylor Swift og Matt Healy, söngvari hljómsveitarinnar The 1975, eru hætt saman eftir rúmlega eins mánaðar samband.

Að því er fram kemur á TMZ er ekki vitað hvenær sambandsslitin áttu sér stað en að síðast hafi sést til þeirra saman hinn 25. maí síðastliðinn. Það er einnig talið að ástríðufullur koss sem að Healy deildi með öryggisverði á tónleikum í Danmörku í síðustu viku sé góð vísbending um sambandsslitin.

Í maí, aðeins einum mánuði eftir að Swift sleit sambandi sínu við kærasta sinn til sex ára, Joe Alwyn, fóru sögusagnir á kreik um parið en Healy sást í framhaldi á þrennum tónleikum söngkonunnar í Nashville.

Þau voru sögð „brjálæðislega ástfangin“ og það frá byrjun en samkvæmt heimildarmanni People þá var þetta „mjög afslappað og hún var bara að skemmta sér.“ Swift og Healy eru sögð hafa verið saman fyrir tæplega tíu árum en Swift kynntist söngvaranum þegar hún sótti tónleika The 1975 árið 2014.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður beðinn um að taka að þér vandasamt verk og þarft að gera þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Frestaðu því ekki að ræða erfið mál við þína nánustu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður beðinn um að taka að þér vandasamt verk og þarft að gera þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Frestaðu því ekki að ræða erfið mál við þína nánustu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler