Hélt fyrstu tónleikana í 8 ár eftir raddmissi

Það er greinilegt að Shaniu Twain þykir vænt um að …
Það er greinilegt að Shaniu Twain þykir vænt um að vera komin aftur á sviðið. Samsett mynd

Endurkoma kanadísku söngkonunnar Shaniu Twain, 57 ára, hefur vakið mikla athygli og eru aðdáendur söngkonunnar heldur betur ánægðir að sjá hana á sviðinu á ný.

Twain er sem stendur á tónleikaferðalagi um Bandaríkin, Kanada og Bretlandseyjar að kynna nýjustu plötuna sína, Queen Of Me, en hún samdi flestöll lögin á plötunni þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki.

Smitaðist af Lyme-sjúkdómnum

Söngkonan smitaðist af Lyme-sjúkdómnum árið 2003 þegar skógarmítill beit hana og hefur sjúkdómurinn haft mikil áhrif á Twain og getu hennar til að koma fram og syngja. Hún missti röddina um tíma og var lengi hrædd um að geta ekki haldið áfram að gera það sem hún elskaði mest.

Eftir tvær stórar aðgerðir á raddböndunum ásamt raddmeðferðum byrjaði söngkonan hægt og bítandi að fá röddina aftur og fór brátt að hljóma eins og hún sjálf. 

Sterkari en nokkurn tíma fyrr

Í dag er söngkonan sterkari en nokkurn tíma fyrr og komin aftur af fullum krafti í tónlistina. Twain er iðin við að sýna frá tónleikahaldi og öllu því sem gerist baksviðs á Instagram, enda þakklát og hamingjusöm að vera komin aftur á sviðið.

Hún klæðist skemmtilegum og skrautlegum búningum á sviðinu og er dugleg að skipta um hárkollur og á þær greinilega nokkrar, þar sem hún hefur rokkað með þær í öllum regnbogans litum á tónleikaferðalaginu.

View this post on Instagram

A post shared by Shania Twain (@shaniatwain)

View this post on Instagram

A post shared by Shania Twain (@shaniatwain)

View this post on Instagram

A post shared by Shania Twain (@shaniatwain)

View this post on Instagram

A post shared by Shania Twain (@shaniatwain)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson