Lenti í tveimur mótorhjólaslysum og var rúmliggjandi í hálft ár

Karlotta Sigurðardóttir er flutt til Íslands eftir að hafa upplifað …
Karlotta Sigurðardóttir er flutt til Íslands eftir að hafa upplifað ýmis áföll en líka ævintýri úti í hinum stóra heimi. Ljósmynd/Samsett

Tónlistarmaðurinn Karlotta Sigurðardóttir hefur lifað tímana tvenna upp á síðkastið. Eftir að hafa lent í tveimur mótorhjólaslysum, brotnað illa, fengið veirusýkingu og kórónuveiruna ákvað hún að snúa vörn í sókn og gefa út plötu. Platan Headroom EP er samin og tekin upp í Taílandi þar sem Karlotta dvaldi um tíma. 

„Ég samdi plötuna í fyrra og vann hana seinnipart síðasta árs og í upphafi þessa. Ég hef meira en minna dvalið erlendis undanfarin sex ár og er Headroom EP að mestu samin og tekin upp í Taílandi. Árið í fyrra var heldur betur skrautlegt og fullt af áskorunum. Ég flutti frá Spáni í byrjun árs og dvaldi í sirka þrjá mánuði í Stokkhólmi en endaði svo á eyjunni Phuket í Taílandi þar sem ég dvaldi restina af árinu. Þar tók svo við óheppileg atburðarás alls konar atvika; ég veiktist til dæmis af veirusýkingu sem illa gekk að greina, fékk mjög slæma útgáfu af kórónuveirunni, lenti í tveimur mótorhjólaslysum, umferðin þarna úti er náttúrulega bara sturlun. Í seinna slysinu tvíbrotnaði ég illa á fæti og þurfti að fara beint í aðgerð. Samtals reiknast mér því til að ég hafi verið rúmliggjandi um sex mánuði á þessu blessaða ári. Sem er talsvert verkefni fyrir manneskju sem er jafn mikið fiðrildi og ég og getur sjaldan hangið lengi á sama stað í einu,“ segir Karlotta. 

Hún segir að þrátt fyrir allar hrakfarirnar sé hún þakklát. 

„Þessi vegferð reyndi verulega á mig andlega og er platan meira og minna innblásin af öllum þeim flóknu tilfinningum sem ég þurfti að takast á við. Lagið Freefalling fjallar í rauninni um það að finnast maður ekki geta komist neitt áfram og að það skipti ekki neinu máli hvað er setti í hlutina það bara kemur ekkert til baka. Gjöfin sem ég fékk samt í öllu þessu ströggli við að vera stoppuð svona gjörsamlega var hins vegar tíminn og andrýmið til að skapa tónlist og texta aftur. Það var eins og þetta hefði allt saman einhvern tilgang á endanum. Mig hafði alltaf langað til að gefa út stærri verkefni en lífið er svo mikið svoleiðis stundum að maður endar óvart allt of upptekinn í öðru. Svo tilgangurinn var í raun sá að mér fannst lífið ýta mér aftur á veginn að því að semja lög og texta og láta verða af því í alvöru að gefa út tónlist. Headroom er því einhvers konar ferðalag þess að takast á við og sigrast á hausnum á sér,“ segir Karlotta. 

„Þegar platan var svo tilbúin langaði mig að taka þetta eitthvað áfram. Úti á Phuket hafði ég kynnst leikstjóra og kvikmyndagerðarmanni að nafni Nate Vandore sem er ástralskur. Einn daginn sátum við á kaffihúsi að ræða hvað væri fram undan. Ég leyfði honum að heyra plötuna sem var þá ennþá í vinnslu og já, við gengum þaðan frá borði með þá ákvörðun að henda í myndband við tvö lög, annað þeirra var einmitt lagið Freefalling. 

Hvað er fram undan?

„Ég er loksins komin heim og ætla að fylgja plötunni eftir á meðan ég held áfram að semja nýja tónlist. Ég er að spila eitthvað af tónleikum í sumar og verð meðal annars á Bræðslunni á Borgarfirði eystra í lok júlí. Ég get ekki beðið.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða fyrir þig til að láta deigan síga. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel um þessar mundir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða fyrir þig til að láta deigan síga. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel um þessar mundir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel