Russell Crowe kynnti nýjasta fjölskyldumeðliminn

Russell Crowe.
Russell Crowe. AFP

Nýsjálenski leikarinn Russell Crowe bræddi hjörtu áhorfenda The Kyle and Jackie O Show, þegar hann frumsýndi nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Þetta er Ezekiel,“ sagði Crowe, glaður í bragði þegar hann montaði sig af nýja Papillon hvolpinum sínum. 

Ezekiel hefur hjálpað leikaranum heilmikið en hann segir að síðustu mánuðir hafi verið virkilega erfiðir. Leikarinn missti Louis, 16 mánaða Papillon hund, en hann lést snögglega fyrr á þessu ári þegar hann varð fyrir vörubíl. Dauði hundsins var leikaranum mikill harmur en hann lést á tveggja ára dánarafmæli föður hans, John Alexander Crowe. 

Leikarinn, sem er hvað þekktastur fyrir óskarsverðlaunahlutverk sitt í kvikmyndinni Gladiator segir það hafa létt á sorgarferlinu að vera kominn með líflegan hvolp inn á heimilið á ný. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. Einbeittu þér að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. Einbeittu þér að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel