71 árs piparsveinn í leit að ástinni

Gerry Turner leitar að ástinni í The Golden Bachelor.
Gerry Turner leitar að ástinni í The Golden Bachelor. Samsett mynd

Framleiðendur The Bachelor hafa formlega kynnt til leiks hinn svokallaða „gullára–piparsvein“.

Í bandaríska morgunþættinum Good Morning America var hulunni svipt af fyrsta piparsvein „spin–off“ seríunnar The Golden Bachelor, en í henni fá þátttakendur yfir fimmtugt tækifæri á að finna ástina. 

Hinn 71 árs gamli Gerry Turner var valinn úr hópi umsækjenda og mun án efa heilla dömurnar upp úr skónum. Turner er ekkill og býr í sannkölluðu draumahúsi við fallegt stöðuvatn í Indiana. Hann er kominn á eftirlaun og nýtur gulláranna með dætrum sínum, barnabörnum og vinum.

Giftist æskuástinni og var giftur í 43 ár

Turner giftist æskuástinni, Toni Turner, árið 1974, og voru þau hamingjusamlega gift í 43 ár. Saman eignuðust þau tvær dætur, Angie og Jenny. Toni lést árið 2017 eftir erfið veikindi. 

Nú sex árum eftir andlát eiginkonu sinnar segist Turner tilbúinn að finna ástina á ný og voru það dætur hans sem hvöttu hann til þátttöku. 

Framleiðendur þáttanna vona að með útgáfu The Golden Bachelor nái þeir að endurheimta vinsældir sínar, en áhorf raunveruleikaþáttanna hefur dalað mikið á síðustu misserum enda hefur sams konar þáttum fjölgað gífurlega. 

Turner byrjar að afhenda rósir á ABC í haust. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. Einbeittu þér að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þar sem þú hefur lagt hart að þér að undanförnu er nú kominn tími til að þú dekrir svolítið við sjálfan þig og þína nánustu. Einbeittu þér að því.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel