Heiðra Eurovision-farann Käärijä með stórri veggmynd

Käärijä vann hug og hjörtu Evrópubúa með lagi sínu Cha …
Käärijä vann hug og hjörtu Evrópubúa með lagi sínu Cha Cha Cha í Eurovision-keppninni í maí síðastliðnum. AFP/Oli Scarff

Borgaryfirvöld í finnsku borginni Vantaa ætlar að heiðra Eurovision-farann Käärijä með stórri veggmynd. Verður henni komið fyrir á vegg matvöruverslunar í Tikkurila-hverfinu og koma fjórar veggmyndir til greina. Almenningur fær tækifæri til að velja sér sína uppáhalds veggmynd og mun Käärijä sjálfur velja á milli þeirra tveggja sem fá flest atkvæði.

Samkvæmt finnska ríkissjónvarpinu verður vinningsmyndin tilkynnt í næstu viku og farið verður í framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Hægt er að sjá myndirnar sem koma til greina hér

Käärijä vann hug og hjörtu Evrópubúa í Eurovison-keppninni í maí síðastliðnum, þar sem hann vann símakosninguna en endaði samanlagt í öðru sæti. Náði hann næstbesta árangri Finnlands í sögu keppninnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um það hvar þú vilt verða eftir fimm ár og hvað þú getur gert til þess að komast þangað. Fjölskyldan stækkar á næsta ári.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um það hvar þú vilt verða eftir fimm ár og hvað þú getur gert til þess að komast þangað. Fjölskyldan stækkar á næsta ári.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden
Loka