Eilíft partístand Turner leiddi til skilnaðar

Stjörnuhjónin eru að skilja.
Stjörnuhjónin eru að skilja. AFP

Nú hefur það verið staðfest að stjörnuhjónin Joe Jonas og Sophie Turner eru að skilja eftir fjögurra ára hjónaband. Heimildir herma að skilnaðarorsök parsins sé eilíft partístand leikkonunnar en Turner hefur undanfarna mánuði verið algjörlega stjórnlaus í djammi.

Jones, sótti formlega um skilnað frá Sophie Turner, sem fór með hlutverk Sönsu Stark í þáttaseríunni Game of Thrones, á þriðjudag.

Hjónin gáfu út sameiginlega yfirlýsingu sem birtist á Instagram á miðvikudag en í henni stóð að þetta væri „sameiginleg ákvörðun“ parsins.

„Eftir fjögur yndisleg ár höfum við ákveðið að binda enda á hjónabandið og gerum við það í algjörri sátt. Við vonum að allir sjái sér fært um að virða óskir okkar um friðhelgi,” sögðu hjónin.

Samkvæmt vinkonu hjónanna þá byrjuðu Jones og Turner að eiga í erfiðleikum um síðustu jól.

Leikkonan skildi víst við söngvarann í byrjun sumars og eyddi sumarmánuðunum í djamm með gömlum skólafélögum í Bretlandi og víðar á meðan söngvarinn sinnti dætrum hjónanna á heimili þeirra í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur auga fyrir verðmæti og safnið þitt er meira virði en þig grunar. Spáðu í það að rómantíkin þarfnast bæði svigrúms og umönnunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
3
Christina Lauren
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur auga fyrir verðmæti og safnið þitt er meira virði en þig grunar. Spáðu í það að rómantíkin þarfnast bæði svigrúms og umönnunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
3
Christina Lauren
5
Steindór Ívarsson