Meðstofnanda Rolling Stone vikið úr stjórn

Meðstofnandi Rolling Stones er sakaður um niðrandi og eða lítillækkandi …
Meðstofnandi Rolling Stones er sakaður um niðrandi og eða lítillækkandi athugasemdir í garð svartra tónlistarmanna sem og kvenkyns tónlistarmanna. AFP

Samþykkt var á fundi Rock and Roll Hall of Fame nú á dögunum að víkja Jann Wenner úr stjórn samtakanna, en Wenner, sem er meðstofnandi tímaritsins Rolling Stone, er sakaður um niðrandi og eða lítillækkandi athugasemdir í garð svartra tónlistarmanna sem og kvenkyns tónlistarmanna. 

Á föstudag birtist viðtal við Wenner, 77 ára, í The New York Times þar sem tónlistarblaðamaðurinn ræddi um væntanlega bók sína, The Masters. Bókin inniheldur samansafn viðtala Wenner við einhverja af stærstu og þekktustu tónlistarmönnum í heimi. Það sem hefur þó vakið mikla athygli er að í bókinni virðist Wenner einblína á viðtöl sín við hvíta karlmenn og má þar nefna John Lennon, Mick Jagger, Bono, Pete Townsend og Bruce Springsteen. 

Í viðtalinu var Wenner spurður hvers vegna hann hefði ekki tekið viðtöl við konur eða svart fólk og vöktu viðbrögð blaðamannsins mikla gagnrýni frá lesendum. „Viðmælendur þurftu að uppfylla skilyrði, en það var bara persónulegur áhugi minn og ástríða sem réð því hvort ég fékk þau í viðtal,” sagði hann. „Hvað varðar konurnar, þá var engin þeirra nógu skýr þegar kom að því að ræða málin frá vitsmunalegu sjónarhorni,” hélt blaðamaðurinn áfram.

Wenner stofnaði Rolling Stone árið 1967 ásamt Ralph J. Gleason og starfaði sem ritstjóri tímaritsins til ársins 2019. 

Wenner stofnaði Rolling Stone árið 1967 ásamt Ralph J. Gleason …
Wenner stofnaði Rolling Stone árið 1967 ásamt Ralph J. Gleason og starfaði sem ritstjóri tímaritsins til ársins 2019. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler