Neistinn slokknaður eftir þrjú ár

Skjáskot/Instagram

Love Island-stjörnurnar Molly Smith og Callum Jones eru hætt saman eftir þriggja ára samband. 

Smith og Jones kynntust í hinum vinsælu raunveruleikaþáttum Love Island árið 2020 og urðu yfir sig ástfangin hvort af öðru. Nú hafa þau hins vegar ákveðið að fara hvort í sína áttina, en fram kemur á Daily Mail að Jones sé fluttur út af heimili þeirra.

„Þetta er virkilega sorglegt þar sem þau voru sætt par, en það er búið – og hefur verið búið í nokkrar vikur ... Þau eru að reyna að vera vinir, þau voru saman í meira en þrjú ár, en það er erfitt. Ég held að á endanum hafi Molly viljað trúlofast og það gerðist ekki,“ sagði heimildarmaður í samtali við Daily Mail.

Callum er staddur á Balí þessa stundina, en fyrrverandi parið hefur ekki deilt myndum af hvort öðru síðan í júlí þegar þau fóru í frí til Ibiza.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að verja deginum með vinum þínum ef þú mögulega getur. Láttu af þeim leiða vana að efast um eigið ágæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler