Vegleg 20. RIFF-hátíð

Dagskrá hátíðarinnar var kynnt á fundi á Hagatorgi í hádeginu …
Dagskrá hátíðarinnar var kynnt á fundi á Hagatorgi í hádeginu í dag. mbl.is/Eyþór

Tuttugasta RIFF-kvikmyndahátíðin hefst í Reykjavík 28. september og stendur til 8. október. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er Tilverur, sem er frumraun Ninnu Pálmadóttur, en lokamyndin er Poor Things eftir Yorgos Lanthimos sem nýverið hlaut verðlaunin Gullna ljónið í Feneyjum.

Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum RIFF sem kveða hátíðina veglega þar sem því verði nú fagnað að hún er haldin í tuttugasta skiptið. Sýndar verða yfir 80 kvikmyndir í fullri lengd auk fjölda stuttmynda frá alls 63 löndum.

„Sýningar í þessa ellefu daga fara fram í Háskólabíói sem er aðalsýningarstaður RIFF, en jafnframt í Norræna húsinu og í Slippbíói. Auk þess verður kvikmyndadagskrá RIFF út um alla borg - í litlum verslunum, bókasöfnum, gróðurhúsinu Lækjartorgi, hvalaskoðunarbáti og hótelum undir nafninu RIFF um um bæinn.“

Íslenskar verðlaunastuttmyndir sýndar

Segir í tilkynningunni að myndirnar eigi það sammerkt að endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Um sé að ræða nýjar gæðamyndir af ýmsu tagi eftir vel þekkta leikstjóra á borð við Luca Guardagnino, Wim Wenders, Werner Herzog, Catherine Breillat, Angelu Schanelec og Yorgos Lanthimos yfir í framsæknar kvikmyndir eftir nýja leikstjóra sem keppa um Gullna lundann.

„Í tilefni 20. hátíðarinnar verða þær íslensku stuttmyndir sem hafa hlotið verðlaun á RIFF í gegnum árin sýndar og fram fer vegleg ljósmyndasýning úr sögu RIFF í Norræna húsinu, á stöplum í Pósthússtræti auk þess sem Háskólabíói verður breytt í allsherjar menningarmiðstöð með listsýningum, sælkeraveitingum fyrir svanga og þyrsta og huggulegri bíóstemningu. Keppni fer fram um hver sér flestar myndir á RIFF og verður viðkomandi boðið í veglegt lokahóf hátíðarinnar þann 7. október,“ segir í tilkynningunni.

„Heiðursgestir RIFF árið 2023 eru: Isabelle Anne Madeleine Huppert (f. 1953), stórstjarna í franskri kvikmyndagerð en ferill hennar spannar rúm 50 ár og á hún allt að 150 hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi að baki. Ferill Huppert er stjörnum prýddur af viðurkenningum sem endurspegla einstaka hæfileika hennar.“

Staður blaðamannafundarins var nokkuð sérstakur, en hann fór fram á …
Staður blaðamannafundarins var nokkuð sérstakur, en hann fór fram á hagatorgi við Háskólabíó. mbl.is/Eyþór

Villtustu vistkerfi

Þá er franski heimildarmyndagerðarmaðurinn Luc Jacquet (f. 1967) meðal heiðursgesta. „Með einbeittum vilja og brennandi ástríðu fyrir undrum jarðar, fara myndir Jacquets með áhorfendur í stórkostlegt ferðalag til villtustu vistkerfa plánetunnar. Jacquet fékk snemma áhuga á náttúrunni og dýraríkinu sem leiddi til þess að hann tók meistarapróf í dýralíffræði og vistfræði. Í einum af leiðöngrum sínum tók Jacquet að sér hlutverk myndatökumanns fyrir kvikmynd Hans-Ulrich Schlumpf, Þing mörgæsanna (1993),“ segir í tilkynningunni.

Þýsk-lúxemborgíska stórleikkonan Vicky Krieps (f. 1983) er þriðji heiðursgeturinn. Hún var heiðruð sem besta leikkonan á 35. Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem haldin voru í Reykjavík í desember fyrir túlkun sína á Elísabetu Austurríkiskeisaraynju í Corsage (2022) eftir Marie Kreutzer.

„Ferill Krieps byrjaði að blómstra um miðjan síðasta áratug þegar hún hreppti hvert hlutverkið á fætur öðru í ýmsum stórum kvikmyndaverkefnum. Hún sýndi hæfileika sína í The Young Karl Marx (2017) og Gutland (2019), en það var mögnuð frammistaða hennar í Óskarsverðlaunamyndinni Phantom Thread (2017) eftir Paul Thomas Anderson sem skaut henni upp á stjörnuhimininn,“ segir af Krieps.

RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, er nú haldin í tuttugasta …
RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, er nú haldin í tuttugasta skiptið. Ljósmynd/Aðsend

Farsælt samstarf

Fjórði og síðasti heiðursgestur er Luca Guadagnino (f. 1971), ítalskur kvikmyndagerðarmaður „þekktur fyrir einlægar, hjartnæmar og listrænar kvikmyndir. Guadagnino sló í gegn með rómantísku dramamyndinni I Am Love (2009), með Tildu Swinton í aðalhlutverki, sem hlaut alls 14 mikils metin kvikmyndaverðlaun. Þetta markaði upphafið af farsælu samstarfi þeirra tveggja, sem hélt áfram með margrómuðum myndum eins og A Bigger Splash (2015) og endurgerð á Suspiria eftir Dario Argento (2018)“, segja aðstandendur hátíðarinnar í tilkynningu sinni.

Stikla hátíðarinnar:

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason