Youtube lokar á Russell Brand

Grín­ist­inn og leik­ar­inn Rus­sell Brand hef­ur verið sakaður um að …
Grín­ist­inn og leik­ar­inn Rus­sell Brand hef­ur verið sakaður um að beita kyn­ferðiso­beldi og til­finn­inga­legu of­beldi um sjö á ára skeið þegar hann var á há­tindi fer­ils síns. AFP/Mark Ralston

Youtube hefur lokað fyrir að Russell Brand fái tekjur af auglýsingum á myndböndum sínum á síðunni. Fyrirtækið segir Brand brjóta á skilmálum fyrirtækisins.

Þetta er gert til þess „að vernda“ notendur miðilsins, að því er segir í frétt BBC. Engu að síður er aðgengi að myndböndum hans óbreytt.

Brand mun ekki fá sinn hlut af auglýsingatekjum Youtube á neinum rásum sem hann á eða stjórnar.

Um 6,6 milljón manns fylgja Brand á Youtube en um 500.000 manns fylgja hliðarreikningum hans á miðlinum.  

Neitar ásökunum

Grín­ist­inn og leik­ar­inn Rus­sell Brand hef­ur verið sakaður um að beita kyn­ferðiso­beldi og til­finn­inga­legu of­beldi um sjö á ára skeið þegar hann var á há­tindi fer­ils síns. 

Fjór­ar kon­ur saka Brand um að hafa brotið á sér á ár­un­um 2006 til 2013. 

Brand hef­ur neitað ásök­un­um og sagt að hann hafi fengið samþykki í öll­um sín­um sam­bönd­um.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Láttu ekki persónuleg kynni hafa áhrif á framgöngu þína á vinnustað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason