Youtube hefur lokað fyrir að Russell Brand fái tekjur af auglýsingum á myndböndum sínum á síðunni. Fyrirtækið segir Brand brjóta á skilmálum fyrirtækisins.
Þetta er gert til þess „að vernda“ notendur miðilsins, að því er segir í frétt BBC. Engu að síður er aðgengi að myndböndum hans óbreytt.
Brand mun ekki fá sinn hlut af auglýsingatekjum Youtube á neinum rásum sem hann á eða stjórnar.
Um 6,6 milljón manns fylgja Brand á Youtube en um 500.000 manns fylgja hliðarreikningum hans á miðlinum.
Grínistinn og leikarinn Russell Brand hefur verið sakaður um að beita kynferðisobeldi og tilfinningalegu ofbeldi um sjö á ára skeið þegar hann var á hátindi ferils síns.
Fjórar konur saka Brand um að hafa brotið á sér á árunum 2006 til 2013.
Brand hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi fengið samþykki í öllum sínum samböndum.