Eru Kardashian og Beckham að stinga saman nefjum?

Er nýr maður í lífi Kim Kardashian?
Er nýr maður í lífi Kim Kardashian? AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og NFL-stjarnan Odell Beckham Jr. eru sögð hafa eytt gæðastundum saman undanfarnar vikur. 

Samkvæmt heimildamanni Page Six hafa Kardashian og Beckham verið dugleg að hanga saman síðustu vikur eftir sambandsslit Beckham og fyrrverandi kærustu hans, Lauren Wood. 

Orðrómur um að þau séu að stinga saman nefjum hefur verið á flugi um Hollywood, en heimildarmennirnir segja að þau séu þó aðeins vinir og fullyrtu að Kardashian væri ekki að hitta neinn eins og er. Hins vegar sé hún opin fyrir því að finna ástina á ný ef hún hittir réttu manneskjuna. 

Beckham og Wood eiga saman einn son sem kom í heiminn í febrúar 2022, en þau opinberuðu ástarsamband sitt árið 2019 en hættu saman fyrr á þessu ári. Kardashian á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West, en þau slitu sambandi sínu í febrúar 2021. 

Lauren Wood og Odell Beckham Jr. ásamt syni þeirra, Zydn.
Lauren Wood og Odell Beckham Jr. ásamt syni þeirra, Zydn. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allra augu hvíla á þér. Láttu ekki ýta þér út í neitt, sem þú ert ekki handviss um að verði þér til góðs. Ekki er allt gull sem glóir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allra augu hvíla á þér. Láttu ekki ýta þér út í neitt, sem þú ert ekki handviss um að verði þér til góðs. Ekki er allt gull sem glóir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden