Garner með hjartað á réttum stað

Jennifer Garner er falleg sál.
Jennifer Garner er falleg sál. AFP

Bandaríska leikkonan Jennifer Garner er þekkt fyrir að vera alveg laus við stjörnustæla, með hjartað á réttum stað og viljug til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Leikkonan sýndi það í verki á sunnudag þegar hún stöðvaði bifreið sína um leið og hún sá heimilislausan mann í hjólastól á götuhorni við Santa Monica Beach í Kaliforníu. 

Garner, 51 árs, spjallaði við manninn í dágóða stund áður en hún afhenti honum poka með ýmsum nauðsynjum. Leikkonan tók þó fljótt eftir því að maðurinn var berfættur og sótti þá sokkapar sem hún var með í bifreið sinni og aðstoðaði manninn við að klæða sig í það.  

Hún lét þó ekki kyrrt liggja og klæddi sig úr skónum og bauð manninum parið, en því miður reyndust þeir aðeins of litlir.

Garner var þó staðráðin í að redda manninum skóm og var það þá sem hún tók eftir götuljósmyndara sem var að fylgja henni um götur Santa Monica. Leikkonan bauð ljósmyndaranum pening fyrir skóna hans en sá vildi ólmur taka þátt í góðverkinu og gaf manninum skóparið sitt sem Garner endaði á að hjálpa honum í. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi