„Hversu oft hugsar þú um rómverska heimsveldið?“

Nýtt æði á TikTok hefur vakið mikla athygli.
Nýtt æði á TikTok hefur vakið mikla athygli. Samsett mynd

Nýtt æði hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðilinn TikTok á undanförnum dögum og vakið mikla athygli. 

Flest könnumst við að hugsa reglulega um ákveðna hluti, eins og hvað eigi að vera í kvöldmatinn, hvort við eigum að taka jakka með okkur út eða hvort við höfum slökkt á helluborðinu heima. Samkvæmt nýja TikTok-æðinu virðist rómverska heimsveldið hins vegar vera ofarlega á þessum lista hjá mörgum, og þá sérstaklega hjá karlmönnum. 

Tiktok-æðið gengur út á það að notendur spyrja maka sinn hversu oft þeir hugsi um rómverska heimsveldið. Svörin koma þeim oftar enn ekki á óvart þar sem margir karlmenn segjast hugsa um það reglulega, allt frá því að hugsa um það einu sinni eða tvisvar í mánuði yfir í allt að þrisvar sinnum á dag.

Myndskeiðin hafa vakið gríðarlega athygli og hefur myllumerkið #romanempire fengið milljónir áhorfa og hafa fjölmörg myndskeið þegar birst á miðlinum. 

@ambarrail This trend is incredible. Some of the best ones #romanempire #romanempirecompilation ♬ original sound - ambarrai
@katrinmyrra "Já það gerist alveg, stundum kemur vika sem ég hugsa ekkert um þetta" #fyrirþig #íslenskt #romanempire #funny #boyfriend #fyp ♬ original sound - Katrin Myrra
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden