Love Island-stjarna trúlofuð

Beech sýndi fylgjendum sinum trúlofunarhringinn.
Beech sýndi fylgjendum sinum trúlofunarhringinn. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjarnan Cally Jane Beech er trúlofuð raunveruleikastjörnunni DJ O'Neal. 

Beech skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún tók þátt í fyrstu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love Island árið 2015. Beech og O'Neal eru sögð hafa byrjað að hittast í nóvember á síðasta ári. 

Love Island-stjarnan deildi gleðitíðindunum á Instagram. 

„Hann gaf mér hring. Frú O'Neal skal ég nú verða,“ skrifaði Beech meðal annars við fallega mynd af nýtrúlofaða parinu. 

„Ferðalag okkar hefur einkennst af hamingjuríkum augnablikum, ást og þroska. Lífið hefur sínar leiðir til að koma fólki saman og trúum við því að allt sem við höfum upplifað hingað til sé það sem hafi leitt okkur til þessarar stundar. Að upplifa ást eins og þessa er eitthvað sem gerist einu sinni á ævinni,“ skrifaði hún. 

View this post on Instagram

A post shared by Cally Jane (@misscallyjane)

Beech vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum en hún endaði í fjórða sæti. Hún eignaðist barn, dóttur, með Love Island-keppandanum Luis Morrison árið 2017.

Unnusti hennar tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaseríunni SAS: Who Dares Win árið 2021 þegar hann var að ganga í gegnum skilnað við eiginkonu sína til þrettán ára. O'Neal er faðir tveggja drengja á táningsaldri.

View this post on Instagram

A post shared by Cally Jane (@misscallyjane)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden