Extreme Chill hefst í kvöld

Tónlistarkonan Kali Malone leikur á Extreme Chill hátíðinni í Gamla …
Tónlistarkonan Kali Malone leikur á Extreme Chill hátíðinni í Gamla bíói í kvöld.

Tónlistarhátíðin Extreme Chill hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Fjöldi íslenskra og erlendra raftónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, sem fer fram í Gamla bíói, Iðnó, KEX, Mengi og víðar.

Má þar nefna Kali Malone, Feliciu Atkinson, Gigi Masin, Puse Mary, Patriciu Wolf, Sideproject, Gunnar Jónsson Collider, MixMaster Morris, Ronju, Rauð, Masaya Ozaki, Þorstein Eyfjörð og Owen Hindley, Samúel Jón Samúelsson og Írisi Thorarins.

Pan Thorarensen, aðalsprauta Extreme Chill, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að hátíðin væri orðin að eins konar árshátíð raftónlistarmanna.

Í fyrstu hafi fólk verið feimið við að koma en smám saman hafi gestum fjölgað og 2013 hafi hátíðin sprungið út, orðið svo stór að þau komu upp útisviði. 2014 var hátíðin haldin í Berlín, en svo aftur á Hellissandi 2015. Þá gekk lögregla á svæðinu aftur á móti svo hart fram gegn hátíðargestum að Pan segir að ákveðið hafi verið að flytja hátíðina annað. 2016 var hún haldin í Vík í Mýrdal. 2017 var hún aftur flutt um set, þá til Reykjavíkur, og hefur verið haldin þar síðan.

Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda hljóðlistamenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim og lifandi myndheim. Hátíðarpassinn kostar 14.900 krónur og gildir alla þrjá dagana.

Fyrstu tónleikarnir verða í Gamla bíói í kvöld og þar koma fram Samúel Jón Samúelsson, sem flytur verk fyrir fjóra plötuspilara, Þorsteinn Eyfjörð og Owen Hindley, Patricia Wolf og Kali Malone.

Næstu daga verða síðan tónleikar meðal annars með Huma Utku, Mixmaster Morris, Feliciu Atkinson, Gunnar Jónsyni Collider og Puce Mary.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden