Reynolds hlýtur heiðursverðlaun Robin Williams

Sjálfur hefur Reynolds sagst vera mikill aðdáandi Williams.
Sjálfur hefur Reynolds sagst vera mikill aðdáandi Williams. Samsett mynd

Kanadíski leikarinn Ryan Reynolds hlýtur heiðursverðlaun á fjáröflunarsamkomu félagasamtakanna Bring Change to Mind í byrjun október.

Verðlaunin eru veitt til heiðurs Robin Williams og með verðlaununum bætist Reynolds í hóp leikara á borð Billy Crystal, Whoopi Goldberg, Ben Stiller, Melissu McCarthy og Eugene Levy sem hafa hlotið heiðurinn á undanförnum árum.

Börn Williams munu afhenda verðlaunin

Er þetta í 11. sinn sem fjáröflunin Revels & Revelations er haldin, en leikkonan Glenn Close er ein þeirra sem standa fyrir fjáröfluninni.

Close er annar stofnenda félagasamtakanna sem vinna að því að draga úr fordómum og mismunun er snýr að geðsjúkdómum. Fjáröflunin fer fram í City Winery í New York-borg hinn 9. október.

Börn Williams, Zak, Zelda og Cody, munu afhenda leikaranum heiðursverðlaunin, Robin Williams Legacy of Laughter, en Reynolds þykir með fremstu gamanleikurum í heimi um þessar mundir.

Williams fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu hinn 11. ágúst 2014 og var sagður hafa svipt sig lífi. Leikarinn var nýgreindur með Parkinson-sjúkdóminn þegar hann lést.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi
Loka