Bandaríska leikkonan og rithöfundurinn Mara Wilson skaust ung á stjörnuhimininn, fyrst árið 1993 fyrir hlutverk sitt í myndinni Mrs. Doubtfire og ári síðar í kvikmyndinni Miracle on 34th Street. Hún sló svo í gegn þegar hún fór með aðalhlutverk kvikmyndarinnar Matilda árið 1996, þá aðeins níu ára gömul.
Wilson var aðeins fimm ára gömul þegar hún hóf leikaraferil sinn, en hún lék í þó nokkrum kvikmyndum á árunum 1993 til 2000, en kvikmyndin Thomas and the Magic Railrod var sú síðasta sem hún lék í áður en hún færði sig yfir í leikhúsheiminn og fór þar með nokkur hlutverk.
Frá og með árinu 2013 starfaði hún hjá Publicolor, samtökum þar sem taka við áhættusæknum nemendum frá tekjulágum fjölskyldum í New York-borg og hvetur þau til náms, hjálpar þeim að undirbúa sig undir háskóla og störf.
Sama ár fór hún líka að einbeita sér að skrifum, en leikrit hennar Sheeple var sýnt á New York International Fringe Festival 2013. Hún gaf svo út bókina Where Am I Now?: True Stories of Girlhood and accidental Fame árið 2016.