Þarf að greiða fyrrverandi 2,7 milljónir á mánuði

Anthony Anderson þarf að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 2,7 milljónir …
Anthony Anderson þarf að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 2,7 milljónir í framfærslu á mánuði. AFP

Leikarinn Anthony Anderson þarf að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni, Alvinu Stewart, 20 þúsund bandaríkjadali á mánuði í framfærslu, sem nemur rúmum 2,7 milljónum króna á gengi dagsins í dag. 

Stewart sótti um skilnað frá leikaranum í mars 2022 eftir rúmlega 22 ára hjónaband. Hún sagði ástæðuna vera óásættanlegan ágreining.

Samkvæmt dómskjölum sem Page Six hefur undir höndum þarf Anderson að greiða Stewart yfir 200 þúsund bandaríkjadali á ári í framfærslu, eða sem nemur 27,4 milljónum króna. Ef heildartekjur hans fara hins vegar yfir 2 milljónir bandaríkjadala þarf hann til viðbótar að greiða henni 20% af tekjum sínum. 

Anderson og Stewart kynntust þegar þau voru unglingar og gengu í hjónaband í september árið 1999. Þetta var í annað sinn sem Stewart sótti um skilnað, en hún sótti upphaflega um skilnað árið 2015 en dró beiðnina til baka þegar þau höfðu byrjað aftur saman árið 2017.

Þau eiga tvö börn saman, Kyru sem er 27 ára og Nathan sem er 23 ára. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden