Aðdáendur bandarísku þáttaseríunnar American Horror Story eru allt annað en sáttir með leikhæfileika raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, en hún fer með eitt af aðalhlutverkunum í nýju seríunni. Fyrsti þáttur 12. seríu hryllingsþáttanna var frumsýndur á miðvikudagskvöldið.
Samfélagsmiðillinn Twitter logaði eftir frumsýningu AHS-seríunnar, sem ber undirtitilinn Delicate, og voru netverjar sammála um það að raunveruleikastjarnan byggi ekki yfir miklum náttúrulegum leikhæfileikum þrátt fyrir að lifa lífinu fyrir framan myndavélarnar.
Sjónvarpsstöðin FX staðfesti hlutverk Kardashian í apríl og í framhaldi birti raunveruleikastjarnan „teaser“ á Instagram.
Ryan Murphy, skapari þáttanna, sagðist hafa heillast af Kardashian þegar hann sá frumraun hennar í gamanþættinum Saturday Night Live í október 2021.
Kim sucks at acting. Why is she on this? Ruined it for me #AHS #AHSDelicate
— Kaylee 🌵 (@kaylee_gold) September 21, 2023
I’m not into Kim at all #AHS
— Brooke Palmer (@Bravoaddict) September 21, 2023
Kim kardashian literally cannot move her face in AHS.. idk if she’s happy or sad
— melisa (@MelMel96170181) September 21, 2023
I think this is part of the reason Kim did a good job in tonight's episode. There wasn't a lot of acting necessary. She could draw from her real life experiences.#ahsd https://t.co/FUZYqLjSHB
— AHS Images (@AhsImages) September 21, 2023