Kvæntist sinni heittelskuðu í leynilegri athöfn

Hjónin voru stórglæsileg á brúðkaupsdaginn.
Hjónin voru stórglæsileg á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsmaðurinn Jack Osbourne kvæntist innanhúshönnuðinum Aree Gearhart í leynilegri athöfn á San Ysidro búgarðinum í Kaliforníu á dögunum. Mikil leynd hvíldi yfir brúðkaupinu en hjónin tilkynnti gleðitíðindin á samfélagsmiðlinum Instagram nú fyrir skömmu. 

Hjónin trúlofuðu sig í desember 2021 en þau höfðu þá verið saman í tvö ár. Osbourne og Gearhart eiga eina dóttur, Maple Artemis, sem fæddist parinu í júlí í fyrra. 

Er þetta annað hjónaband Osbourne, en hann var kvæntur Lisu Stelly á árunum 2012 til 2019 og á með henni þrjár ungar dætur.

View this post on Instagram

A post shared by Aree Osbourne (@seecreature)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi