Leikararnir Rami Malek og Emma Corrin eru nýjasta parið í Hollywood, en sögursagnir um meinta rómantík milli þeirra hafa verið á kreiki í nokkra mánuði.
Malek og Corrin staðfestu orðróminn með sjóðheitum kossi í Lundúnum sem náðist á mynd hjá Daily Mail. Í júlí síðastliðnum náðust myndir af þeim í djúpum samræðum á Bruce Springsteen tónleikum í Lundúnum, en síðan þá hafa þau sést saman á íþróttaleikjum, veitingahúsum og á göngu um borgina.
Malek var áður með Lucy Boyton, en þau voru saman í rúmlega fimm ár. Þau héldu sambandsslitum sínum fjarri fjölmiðlum og því vöktu myndir af Malek og Corren mikla athygli.