Vikan með Gísla Marteini tekur breytingum

Gísli Marteinn er stjórnandi þáttarins.
Gísli Marteinn er stjórnandi þáttarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þátturinn Vikan með Gísla Marteini á Ríkisútvarpinu mun bjóða upp á þá nýjung í vetur að nú verða áhorfendur í sal við tökur á þættinum.

Þetta tilkynnti Gísli Marteinn Baldursson á samfélagsmiðlinum X, áður þekktur sem Twitter, í gær.

Þættirnir hefja göngu sína á nýjan leik 29. september og hægt er að reyna að næla sér í sæti í salnum með því að senda Gísla Marteini skilaboð á X, að því er kemur fram í færslunni.

Á vef Ríkisútvarpsins er Vikunni með Gísla Marteini lýst á eftirfarandi hátt:

„Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi