Lady Mary Crawley gekk í það heilaga

Leikkonan Michelle Dockery, sem fór með hlutverk Lady Mary Crawley, …
Leikkonan Michelle Dockery, sem fór með hlutverk Lady Mary Crawley, er gift. Skjáskot/Instagram

Breska leikkonan Michelle Dockery og unnusti hennar Jasper Waller-Bridge gengu í það heilaga við glæsilega athöfn í Norður-Lundúnum á laugardag. Brúðkaupið fór fram í kirkju St. Nicholas í Chiswick, en hún er talin hafa verið byggð í kringum 1180.

Dockery, 41 árs og Waller-Bridge, 35 ára, sem er yngri bróðir leikkonunnar Phoebe Waller-Bridge, byrjuðu saman árið 2019 eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegan vin. Parið trúlofaði sig í ársbyrjun 2022 eftir tæplega þriggja ára samband.

Brúðurin var stórglæsileg í satínkjól frá Emilia Wickstead og hélt förðun í lágmarki. Waller-Bridge var íklæddur klassískum dökkbláum jakkafötum og með ljóst bindi í líkingu við kjól eiginkonu sinnar.

Gestalistinn var stjörnum prýddur

Gestalistinn var stjörnum prýddur, en meðleikarar og vinir Dockery úr bresku þáttaseríunni Downton Abbey mættu í sínu fínasta pússi. Systir brúðgumans var stórglæsileg í bleikri dragt, en hún mætti ásamt unnusta sínum Martin McDonagh.

Leikkonan Lily James, sem margir þekkja úr Mamma Mia! Here We Go Again, er góðvinkona parsins og fagnaði deginum ásamt nýgiftu hjónunum.

Dockery, sem flestir þekkja sem Lady Mary Crawley úr þáttaseríunni Downton Abbey, var  áður trúlofuð kvikmyndaframleiðandanum John Dineen. Hann lést af völdum krabbameins árið 2015.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden