Safna fyrir íslenskum sigri

Stjórn FÁSES ætlar að safna fyrir íslenskum sigri.
Stjórn FÁSES ætlar að safna fyrir íslenskum sigri. Ljósmynd/Fáses

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, ákvað á aðalfundi á fimmtudag að byrja að spara fyrir íslenskum Eurovision-sigri. Ákveðið var að 16% af félagsgjöldum næstu fimm ár myndu renna í svokallaðan Gleðibanka.

Gleðibankinn, eða Sigursjóður FÁSES, mun svo koma til með að fjármagna skipulagningu viðburða þegar Ísland verður gestgjafi Eurovision. Þegar Ísland vinnur Eurovision mun FÁSES sem OGAE-gestgjafaklúbbur bera ýmsar skyldur gagnvart aðdáendasamfélaginu, t.d. að setja upp og reka sérstakan skemmtistað aðdáenda, Euroclub.

Greint er frá á vef FÁSES, en þetta var tólfti aðalfundur félagsins. 

Kosið var til stjórnar á fundinum og var Ísak Pálmason endurkjörinn formaður. Laufey Helga Guðmundsdóttir var endurkjörin ritari. 

Kristín Kristjánsdóttir gaf ekki kost á sér áfram í varastjórn og bauð Eva Dögg Benediktsdóttir sig fram og var kjörin. Til viðbótar við þau verða áfram í stjórn FÁSES á næsta félagsári þau Halla Ingvarsdóttir gjaldkeri, Heiður Dögg Sigmarsdóttir alþjóðafulltrúi, Ásgeir Helgi Magnússon kynningar- og viðburðastjóri og Gísli Ólason Kærnested í varastjórn.

Sama dag og aðalfundurinn var haldinn skráði gjaldkeri félagsins félaga númer þúsund í félagatalið. Þó er virkir félagar aðeins um 500 og auð númer inn á milli í félagatalinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden