Flestir kannast eflaust við hina geysivinsælu þætti um Íþróttaálfinn og vini hans í Latabæ enda hafa þeir notið mikilla vinsælda um allan heim. Nú hefur Íþróttaálfurinn, sem leikinn er af Magnúsi Scheving, tekið yfir TikTok.
Að undanförnu hafa TikTok-myndskeið með yfirskriftinni „Sportacus challange“ eða „Íþróttaálfa-áskorun“ vakið mikla athygli á miðlinum.
Í myndskeiðunum keppast notendur við að leika eftir Íþróttaálfinum og reyna við ýmsar æfingar úr þáttunum vinsælu, allt frá krefjandi armbeygjum yfir í handstöður og heljarstökk. Það er óhætt að segja að margar af æfingunum henti betur fyrir lengra komna.
Margir ólust upp með Íþróttaálfinn á sjónvarpsskjánum og dást nú að styrk og snerpu hans í ummælum myndskeiðanna, en sumir hafa viðurkennt að hafa alls ekki áttað sig á hve flóknar og erfiðar æfingar Íþróttaálfurinn væri að gera og eru nú agndofa yfir honum.
@littletfitness Can you name the show ? #fypシ #fyp #pushups ♬ original sound - aka “Taylor”
@schnitz12 Sportacus impossible push-ups challenge. Credit to chaz8342 for the idea #calisthenics #planche #sportacus #lazytown #pushup #strength #screammovie ♬ som original - BMH
@saddiqhead Replying to @max ♬ original sound - saddiq
@littletfitness LAZY TOWN CHALLENGE PT 2 #fyp #fypシ ♬ original sound - aka “Taylor”
@chaz8342 Road to becoming the next sportacus💪 #fyp #sportacus #calisthenics ♬ som original - BMH