Ronaldo í hnapphelduna

Ronaldo gekk í hnapphelduna í þriðja sinn á mánudag.
Ronaldo gekk í hnapphelduna í þriðja sinn á mánudag. Samsett mynd

Brasilíska knattspyrnustjarnan Ronaldo kvæntist unnustu sinni, Celinu Locks, á mánudag. Hjónin birtu myndir úr brúðkaupi sínu á samfélagsmiðlum en parið trúlofaði sig í byrjun árs í fríi í Karíbahafinu. Ronaldo og Locks hafa verið saman í sjö ár. 

Brúðkaupið var haldið í litlu þorpi á Ibiza, nálægt heimili hjónanna á Spáni. Ronaldo og Locks voru bæði hvítklædd á brúðkaupsdaginn. 

View this post on Instagram

A post shared by C E L i N A (@celinalocks)

Er þetta þriðja hjónaband fyrrverandi knattspyrnumannsins, en hann var áður kvæntur brasilísku fótboltastjörnunni, Milene Domingues, og fyrirsætunni Danielu Cicarelli.

Ronaldo var eitt sinn eftirsóttasti og dýrasti leikmaður í heimi. Hann spilaði með liðum á borð við Barcelona, Real Madrid, Inter og AC Milan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi