Sextíu rósir á sextugsafmælisdaginn

Hjónin kynntust hinn 8. apríl árið 1994 í Cabo San …
Hjónin kynntust hinn 8. apríl árið 1994 í Cabo San Lucas. Skjáskot/Instagram

Hollywood-leikarinn Pierce Brosnan birti færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í gærdag þar sem hann fer fögrum orðum um eiginkonu sína Keely Shaye í tilefni af sextugsafmæli hennar.

Brosnan tók sig til og gaf elskunni sinni hvorki meira né minna en sextíu rauðar rósir í tilefni dagsins. 

„Sextíu rauðar rósir fyrir brúneygðu stúlkuna mína í tilefni af sextugsafmæli hennar,“ skrifaði leikarinn við mynd sem sýnir hjónin í blómahafi. 

Brosnan-hjónin eiga tvo syni, Dylan og Paris. Sjálfur á leikarinn þrjú börn úr fyrra hjónabandi, en fyrsta eiginkona Brosnan, Cassandra Harris, lést af völdum krabbameins árið 1991. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi
Loka