Hollywood-leikarinn Pierce Brosnan birti færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í gærdag þar sem hann fer fögrum orðum um eiginkonu sína Keely Shaye í tilefni af sextugsafmæli hennar.
Brosnan tók sig til og gaf elskunni sinni hvorki meira né minna en sextíu rauðar rósir í tilefni dagsins.
„Sextíu rauðar rósir fyrir brúneygðu stúlkuna mína í tilefni af sextugsafmæli hennar,“ skrifaði leikarinn við mynd sem sýnir hjónin í blómahafi.
Brosnan-hjónin eiga tvo syni, Dylan og Paris. Sjálfur á leikarinn þrjú börn úr fyrra hjónabandi, en fyrsta eiginkona Brosnan, Cassandra Harris, lést af völdum krabbameins árið 1991.