Cher sökuð um mannrán

Tengdadóttir Cher segir söngkonuna hafa ráðið menn til að ræna …
Tengdadóttir Cher segir söngkonuna hafa ráðið menn til að ræna syni sínum af hótelherbergi. AFP

Söngkonan Cher hefur verið sökuð um að ráða menn til að ræna syni sínum, Elijah Blue Allman, í nóvember á síðasta ári. 

Í dómsskjölum í skilnaðarmáli Allman og eiginkonu hans, Marieangelu King, heldur King því fram að söngkonan hafi ráðið fjóra menn til að fjarlægja Allman af hótelherbergi þeirra hjóna í New York með valdi. 

Réðust inn á hótelherbergi

Í umfjöllun BBC segir að hjónin hafi verið stödd á hótelherberginu á brúðkaupsafmælisdegi sínum í von um að bjarga hjónabandinu sínu, en þau sóttu um skilnað árið 2021.

Í dómsyfirlýsingu eiginkonunnar kemur fram að þau skötuhjúin hafi dvalið á hótelinu í 12 daga til að leysa úr málum sín á milli, þegar fjórir menn komu inn á herbergi til þeirra og fjarlægðu Allman með valdi. 

„Einn mannanna tjáði mér að móðir hans [Allmans] hefði ráðið þá,“ sagði King.

Hefur áhyggjur af eiginmanninum

Í dómsskjölunum hélt hún einnig fram að eiginmaður hennar hefði verið sendur í meðferð á sjúkrastofnun um sumarið 2022, en henni meinað að vita hvar eða hafa samskipti við hann. 

„Eins og er veit ég ekki neitt um líðan eiginmanns míns eða hvar hann er niðurkominn,“ sagði King fyrir dómi í desember og kvaðst hafa miklar áhyggjur af honum. 

Allman og King giftu sig árið 2013, en Allman hefur lengi glímt við fíkniefnavanda. Í viðtali við bandaríska slúður-miðlinn Entertainment Tonight sagðist hann hafa neytt fíkniefna síðan hann var ellefu ára gamall.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden