Kyssti nýjan mann á götum Lundúna

Lucy Boynton hefur fundið ástina í örmum annars manns.
Lucy Boynton hefur fundið ástina í örmum annars manns. AFP

Leikkonan Lucy Boynton virðist hafa fundið ástina á ný en Bohemian Rhapsody-stjarnan sást ásamt ungum manni rölta um götur Lundúna á fimmtudag.

Boynton var áður í sambandi með leikaranum Rami Malek, sem fór með hlutverk Freddie Mercury í kvikmyndinni um Queen, en það slitnaði upp úr sambandi parsins fyrr á þessu ári. 

Nýja parið virtist mjög innilegt á myndum sem náðust af þeim, en þau gengu heim saman að lokinni frumsýningu á kvikmyndinni Golda með Óskarsverðlaunaleikkonunni Helen Mirren í aðalhlutverki. 

Boynton og Malek héldu sambandsslitum sínum fjarri fjölmiðlum, en Malek sást kyssa leikkonuna Emmu Corrin fyrr í sumar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú leggur spilin á borðið og færð hrós fyrir það. Þú sérð ekki sólina fyrir samstarfsmanneskju. Taktu hendur úr vösum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta Haukdal
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi