Buðu 278,6 milljónir hvor í sama málverkið

Kim Kardashian og Tom Brady mættu á galakvöld góðgerðarsamtakanna Reform …
Kim Kardashian og Tom Brady mættu á galakvöld góðgerðarsamtakanna Reform Alliance síðastliðið laugardagskvöld. Samsett mynd

Kim Kardashian og Tom Brady kepptust um málverk eftir virta listamanninn George Condo á góðgerðaruppboði í New Jersey síðastliðið laugardagskvöld. Þau buðu hvor um sig tvær milljónir bandaríkjadala sem nemur rúmum 278,6 milljónum króna á gengi dagsins.

Glæsilegt galakvöld var haldið af góðgerðarsamtökunum Reform Alliance sem Jay-Z stofnaði með Meek Mill, Michael Rubin, Robert Kraft og fleirum árið 2019. Kardashian og Brady voru meðal þeirra sem komust á stjörnum prýddan 200 manna gestalista kvöldsins.

Kvöldið skilaði háum fjárhæðum

Málverk eftir listamanninn George Condo fór á uppboð á galakvöldinu, en Kardashian og Brady buðu tvær milljónir bandaríkjadala hvor í listaverkið. Í lok uppboðsins samþykkti Condo að búa til annað verk fyrir Kardashian.

Samkvæmt heimildum Page Six gekk góðgeruppboðið vonum framar og skilaði inn yfir 24 milljónum bandaríkjadala, eða rúmum 3,3 milljörðum króna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar lottóið er annars vegar, má segja að þú hafir þegar unnið í því, jú þú átt frábæra fjölskyldu til dæmis. Ekki ráðskast með aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden