Lenti aftur í umferðaróhappi

Pete Davidson lenti aftur í umferðaróhappi.
Pete Davidson lenti aftur í umferðaróhappi. AFP

Leikarinn og grínistinn Pete Davidson lenti í öðru umferðaróhappi um helgina á leið sinni heim eftir uppistand í Los Angeles. 

Aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir frá því Davidson var ákærður fyrir glannaakstur í tengslum við bílslys í Los Angeles og í kjölfarið dæmdur til að ljúka 50 klukkustundum af samfélagsþjónustu.

Fram kemur á vef Page Six að vitni hafi séð Davidson aka bíl sínum á vegg, en hann var á svörtum GMC-jeppa sem hlaut þó nokkrar skemmdir. Þá eru fjórir farþegar sagðir hafa verið í bílnum auk Davidson. 

Í sumar skráði Davidson sig í meðferð eftir langa og erfiða baráttu við andleg veikindi, en hann var lagður inn á meðferðarstöð í Pennsylvaníu stuttu eftir ákæruna. Fyrra umferðaróhappið átti sér stað í Los Angeles í mars síðastliðnum þegar Davidson missti stjórn á Mercedes Bens-bifreið sinni og keyrði á brunahana og íbúðarhús. Engin slys urðu á fólki en húsið hefur verið rifið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden